Fræðsla lögreglumanna um hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa 9. desember 2020 15:01 Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun