Sjúkraþjálfun eldri borgara - Ég var í þrísetnum barnaskóla Jakobína Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2020 11:02 „Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
„Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun