Góður svefn og meira kynlíf Sandra Mjöll Jónsdóttir- Buch skrifar 7. desember 2020 11:01 Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Kynlíf Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun