Umhverfisráðherra lokar hálendinu Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 7. desember 2020 09:10 Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun