Umhverfisráðherra lokar hálendinu Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 7. desember 2020 09:10 Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun