Handbolti

Íslendingarnir atkvæðamiklir í mikilvægum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty

Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Liðið heimsótti Ringsted en bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Ribe-Esbjerg vann öruggan sjö marka sigur, 23-30, eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 10-16.

Rúnar Kárason nýtti öll fjögur skot sín í leiknum auk þess að leggja upp tvö mörk. Daníel Snær Ingason skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson bætti einu marki við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.