Já, þetta er forgangsmál Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun