Hættuleg hagræðing Logi Einarsson skrifar 25. nóvember 2020 07:30 Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun