Hættuleg hagræðing Logi Einarsson skrifar 25. nóvember 2020 07:30 Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar