Innleiðing betri vinnutíma Sandra B. Franks skrifar 22. nóvember 2020 13:59 Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun