Handbolti

Arnór Þór næstmarkahæstur í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór fagnar í leik með Bergischer.
Arnór Þór fagnar í leik með Bergischer. mynd/bergischer

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var á sínum stað í liði Bergischer þegar liðið fékk Fuchse Berlin í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Úr varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Bergischer leiddi með einu marki í leikhléi, 17-16. Í síðari hálfleik sigur Berlínarrefirnir fram úr og unnu að lokum tveggja marka sigur, 29-31.

Arnór Þór var næstmarkahæstur í liði Bergischer með fjögur mörk úr sex skotum. Hans Lindberg var markahæsti maður vallarins en hann skoraði 10 mörk úr 13 skotum fyrir Fuchse Berlin.

Bergischer í 13.sæti deildarinnar með sjö stig eftir fyrstu sjö leiki sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.