Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í rúma tvo áratugi Heimsljós 16. nóvember 2020 13:39 UNICEF Alls létust á síðasta ári rúmlega tvö hundruð þúsund manns af völdum mislinga í heiminum öllum, börn í miklum meirihluta. Leita þarf 23 ár aftur í tímann til að finna hærri tölur um dauðsföll af völdum þessa skæða veirusjúkdóms. Fæst voru dauðsföllin árið 2016 en þau voru 50 prósent fleiri á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum mislinga voru 207.500 í fyrra og sjúkdómstilvikin rétt um 870 þúsund. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu, í löndum eins Georgíu, Norður-Makedóníu og Úkraínu. Færri tilvik hafa greinst á þessu ári en ljóst er að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sett bólusetningar úr skorðum víðast hvar í heiminum. Að mati WHO eiga 94 milljónir manna í hættu að fara á mis við bólusetningu vegna mislinga í 26 löndum, meðal annars löndum þar sem mislingafaraldur geisar. Óbólusettum börnum fjölgar á heimsvísu vegna COVID-19, í fyrsta sinn frá aldamótum. „Áður en kórónuveiran kom til var barist við mislinga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Þótt álagið sé mikið á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 megum við ekki láta baráttu gegn einum banvænum sjúkdómi vera á kostnað annars sjúkdóms,“ segir hún í yfirlýsingu. Bólusetning gegn mislingum gefur 95 prósent langtímavörn. Til þess þarf að bólusetja í tvígang. Fyrri bólusetningin hefur í heilan áratug verið nálægt 85 prósentum en sú síðari nær sífellt til fleiri barna en er þó aðeins í 71 prósenti. Nauðsynlegt hlutfall bólusettra í samfélögum til þess að afstýra faraldri þarf að vera 95 prósent. Í síðustu viku sendu UNICEF og WHO frá sér sameiginlegt ákall til aðgerða til að afstýra faröldrum mislinga og lömunarveiki. Að mati stofnananna þarf 255 milljónir bandarískra dala til viðbótar á næstu þremur árum til að takast á við yfirvofandi mislingafaraldra í 45 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent
Alls létust á síðasta ári rúmlega tvö hundruð þúsund manns af völdum mislinga í heiminum öllum, börn í miklum meirihluta. Leita þarf 23 ár aftur í tímann til að finna hærri tölur um dauðsföll af völdum þessa skæða veirusjúkdóms. Fæst voru dauðsföllin árið 2016 en þau voru 50 prósent fleiri á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum mislinga voru 207.500 í fyrra og sjúkdómstilvikin rétt um 870 þúsund. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu, í löndum eins Georgíu, Norður-Makedóníu og Úkraínu. Færri tilvik hafa greinst á þessu ári en ljóst er að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sett bólusetningar úr skorðum víðast hvar í heiminum. Að mati WHO eiga 94 milljónir manna í hættu að fara á mis við bólusetningu vegna mislinga í 26 löndum, meðal annars löndum þar sem mislingafaraldur geisar. Óbólusettum börnum fjölgar á heimsvísu vegna COVID-19, í fyrsta sinn frá aldamótum. „Áður en kórónuveiran kom til var barist við mislinga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Þótt álagið sé mikið á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 megum við ekki láta baráttu gegn einum banvænum sjúkdómi vera á kostnað annars sjúkdóms,“ segir hún í yfirlýsingu. Bólusetning gegn mislingum gefur 95 prósent langtímavörn. Til þess þarf að bólusetja í tvígang. Fyrri bólusetningin hefur í heilan áratug verið nálægt 85 prósentum en sú síðari nær sífellt til fleiri barna en er þó aðeins í 71 prósenti. Nauðsynlegt hlutfall bólusettra í samfélögum til þess að afstýra faraldri þarf að vera 95 prósent. Í síðustu viku sendu UNICEF og WHO frá sér sameiginlegt ákall til aðgerða til að afstýra faröldrum mislinga og lömunarveiki. Að mati stofnananna þarf 255 milljónir bandarískra dala til viðbótar á næstu þremur árum til að takast á við yfirvofandi mislingafaraldra í 45 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent