Viðskipti innlent

Lyfja kaupir Apótek MOS

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Lyfju á Smáratorgi.
Verslun Lyfju á Smáratorgi. Lyfja

Lyfja hefur náð samkomulagi við eigendur Apóteks MOS um kaup á apótekinu. Apótek MOS hefur starfað í Mosfellsbæ frá árinu 2016.

Í tilkynningu segir að Lyfja muni taka yfir réttindi starfsmanna og muni til framtíðar styðja við áframhaldandi uppbyggingu apóteksins.

Haft er eftir Þór Sigþórssyni, lyfsala hjá Apóteki MOS, að það hafi við forréttindi að byggja upp rekstur apóteksins í samvinnu við öflugan hóp starfsmanna og að hann muni vissulega sakna samstarfsins. „Mosfellsbær er ört vaxandi markaður, en nú er rétti tímapunkturinn til að aðrir taki við keflinu,“ er haft eftir Þór.

„Lyfja er 70% í eigu SÍA III og 30% í eigu einkafjárfesta. SÍA III er framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta. Einkafjárfestarnir eru tveir, Ingi Guðjónsson annar tveggja stofnanda Lyfju og Daníel Helgason, fjárfestir. Lyfja rekur 44 apótek og útibú um allt land og hjá Lyfju starfa ríflega 400 starfsmenn. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.