Casey á toppnum að loknum fyrsta degi | Stór nöfn hófu leik seint vegna veðurs og klára fyrsta hring á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 23:31 Paul Casey trónir á toppnum að loknum fyrsta degi Masters-meistaramótsins í golfi. Rob Carr/Getty Images Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira