Körfubolti

Talið að LaMelo Ball verði valinn fyrstur í ný­liða­vali NBA-deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LaMelo Ball verður að öllum líkindum valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar eftir viku.
LaMelo Ball verður að öllum líkindum valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar eftir viku. Anthony Au-Yeung/Getty Images

Spekingar NBA-deildarinnar vestra telja líklegast að LaMelo Ball verði valinn fyrstur í nýliðavali deildarinnar sem fram fer á miðvikudeginum í næstu viku.

Þessu heldur Jonathan Givony, blaðamaður hjá íþróttamiðlinum ESPN fram.

LaMelo er bróðir hins 23 ára gamla Lonzo Ball sem var valinn annar í nýliðavalinu 2017. Gekk hann þá í raðir Los Angeles Lakers en var svo skipt til New Orleans Pelicans sumarið 2019 er Lakers sóttu Anthony Davis.

Talið er að hinn 19 ára gamli LaMelo skáki þar með bróðir sínum og verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali. Þeir Jonathan Wiseman og Anthony Edwards eru einnig taldir líklegir til að vera valdir fyrst.

Ball hefur ekki átt eðlilegan feril til þessa en í stað þess að leika með háskólaliðum í Bandaríkjunum hefur hann leikið sem atvinnumaður bæði í Litáen sem og Ástralíu. Hann yfirgaf Ástralíu í byrjun þessa árs til að fara undirbúa sig undir nýliðavalið. 

Flest lið deildarinnar eru að vinna í kringum það að Ball fari fyrstur samkvæmt Givony. Sem stendur eiga Minnesota Timberwolves fyrsta val. Detroit Pistons, Chicago Bulls og Oklahoma City Thunder gætu reynt að sannfæra Minnesota að skipta við sig. Þau þyrftu þá að bjóða framtíðar valrétti svo Minnesota myndu taka því.

Nýliðaval deildarinnar fer fram þann 18. nóvember, eða á miðvikudaginn eftir viku. Deildin fer svo af stað þann 22. desember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.