Ungu línumenn Íslands fengu mikið hrós í Seinni bylgjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 18:31 Ýmir Örn og Arnar Freyr gáfu ekkert eftir í leik Íslands og Litáen á dögunum. Vísir/Vilhelm Farið var yfir varnarleik Íslands gegn Litáen í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Ísland vann öruggan 16 marka sigur fyrir tómri Laugardalshöll, lokatölur 36-20. Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen í Þýskalandi og Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Kiel, voru sérstaklega til umræðu í þættinum. Ásamt Henry Birgi Gunnarssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Theodór Ingi Pálmason að þessu sinni. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir sem stóðu fyrir miðju varnarinnar voru ungu varnarlínumennirnir okkar, þeir Arnar Freyr og Ýmir Örn, voru þeir mjög öflugir,“ sagði Henry Birgir áður en Rúnar tók við. „Þeir gerðu þetta mjög vel. Litáen komst aldrei á bragðið, fengu aldrei snefil. Voru teknir framarlega og hugmyndafræði á móti þeim [Arnari og Ými] var ekki mikil. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og við leyfðum þeim ekki neitt meira.“ Teddi Ponza tók undir með Henry að Ýmir væri orðinn skynsamari í vörninni. „Hvernig hann spilaði þennan leik, staðsetningar og tímasetningar. Maður var að horfa á leikinn og hugaði eftir fimmtán mínútur að hann er hættur þessum heimskulegum brotum en svo kom eitt í kjölfarið, það hefur samt klárlega minnkað. Hann er fastur fyrir, var að mæta vel og stöðva sóknir í fæðingu. Miðað við þetta hefur hann tekið miklum framförum í Þýskalandi enda er hann að spila helling þar“ sagði Theodór Ingi. „Í byrjun átti hann margar fastar tæklingar án þess að fá tvær mínútur og það skiptir miklu máli. Þetta er þroskamerki. Hann er að spila í toppliði og það sem hefur vantað, nú erum við með stráka sem eru að spila með Magdeburg, Melsungen og Rhein-Neckar Löwen, við eigum að gera kröfur núna, “ bætti Rúnar við að lokum. Klippa: Seinni bylgjan: Varnarleikur Íslands Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00 „Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Farið var yfir varnarleik Íslands gegn Litáen í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Ísland vann öruggan 16 marka sigur fyrir tómri Laugardalshöll, lokatölur 36-20. Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen í Þýskalandi og Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Kiel, voru sérstaklega til umræðu í þættinum. Ásamt Henry Birgi Gunnarssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Theodór Ingi Pálmason að þessu sinni. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir sem stóðu fyrir miðju varnarinnar voru ungu varnarlínumennirnir okkar, þeir Arnar Freyr og Ýmir Örn, voru þeir mjög öflugir,“ sagði Henry Birgir áður en Rúnar tók við. „Þeir gerðu þetta mjög vel. Litáen komst aldrei á bragðið, fengu aldrei snefil. Voru teknir framarlega og hugmyndafræði á móti þeim [Arnari og Ými] var ekki mikil. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og við leyfðum þeim ekki neitt meira.“ Teddi Ponza tók undir með Henry að Ýmir væri orðinn skynsamari í vörninni. „Hvernig hann spilaði þennan leik, staðsetningar og tímasetningar. Maður var að horfa á leikinn og hugaði eftir fimmtán mínútur að hann er hættur þessum heimskulegum brotum en svo kom eitt í kjölfarið, það hefur samt klárlega minnkað. Hann er fastur fyrir, var að mæta vel og stöðva sóknir í fæðingu. Miðað við þetta hefur hann tekið miklum framförum í Þýskalandi enda er hann að spila helling þar“ sagði Theodór Ingi. „Í byrjun átti hann margar fastar tæklingar án þess að fá tvær mínútur og það skiptir miklu máli. Þetta er þroskamerki. Hann er að spila í toppliði og það sem hefur vantað, nú erum við með stráka sem eru að spila með Magdeburg, Melsungen og Rhein-Neckar Löwen, við eigum að gera kröfur núna, “ bætti Rúnar við að lokum. Klippa: Seinni bylgjan: Varnarleikur Íslands
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00 „Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00
„Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni