Af alræði og inngripum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. nóvember 2020 11:45 Eftir því sem erfitt ástand ílengist getur tvennt gerst; annars vegar að hið erfiða ástand verður normið og hins vegar að óþol fólks gagnvart því aukist úr hófi fram. Mannskepnan býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni eins og sést í alls kyns átökum og stríðum, náttúruhamförum og öðrum hamförum. Eitt sinn las ég bók sem geymdi frásagnir íbúa Lundúna úr síðari heimsstyrjöldinni. Lýsingar þeirra á því hvernig loftárásir Þjóðverja vöndust svo að þau tóku vart eftir þeim lengur eru magnaðar. Hins vegar eigum við líka ótal dæmi um það að samhent átak fjarar út eftir því sem tíminn líður. Heimsbyggðin öll glímir nú við smitsjúkdóm. Á örfáum mánuðum breiddist hann um Jörðina alla og í öllum löndum hefur þurft að grípa til alls kyns aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. Samkomubönn, fjöldatakmarkanir, grímuskylda, ýmissi þjónustu lokað, heimsóknir bannaðar til viðkvæmra hópa og svo framvegis og svo framvegis. Eins og vera ber hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu, annað væri nú með slíkt inngrip í daglegt líf. Á Íslandi höfum við sem betur fer borið gæfu til að sjá sameiginlega markmiðið, þó vissulega sé aðeins deilt um leiðina þangað. Mér virðist sem bæði viðbrögðin sem ég lýsti hér í upphafi eigi við um okkur Íslendinga. Fyrir sumum eru takmarkanirnar orðnar fullkomlega eðlilegt ástand. Við göngum út úr húsi og finnst við nakin ef við vitum ekki af grímunni í vasanum eða á andlitinu. Okkur dettur ekki í hug að heilsast með handbandi eða faðmlagi og við erum öll orðin sjóuð í þeim dansi sem það er að mæta fólki í heimsfaraldri – stígum til hliðar, stundum aðeins á ská og jafnvel aftur á bak – allt til að halda hæfilegri fjarlægð. Flest getur orðið að normi. Við bíðum fyrir utan búðir, nöldrum kannski aðeins en bíðum samt, og veltum fyrir okkur hvort við náum að fara í jólaklippinguna ef allt gengur vel. Óþolið eykst líka. Eftir því sem fleiri verða fyrir efnahagslegum áhrifum af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldursins er eðlilegt að fleiri velti nauðsyn þeirra fyrir sér. Markmið allra er að samfélagið fúnkeri sem best til lengri tíma, en fólk deilir um leiðirnar. Og eftir því sem erfiða ástandið ílengist ber meira á því að fólk sé búið að fá nóg. Hugsi, fjandinn fjarri mér þetta er ekki hægt, við þurfum að komast út úr þessu skrýtna normi og aftur í normið sem við þekktum fyrir. Æ fleiri hafa nú stigið fram og kallað eftir því að hömlum verði aflétt. Ég er þeirrar skoðunar að umræða um slíkt sé góð. Ég hef hins vegar þá skoðun að þau sem tali um hömlur sem alræði og telja inngrip ríkisins í einkalíf fólks núna, séu ekki mjög fróð um söguna. Ekki þarf að fletta lengi í gegnum sögubækur til að sjá raunveruleg dæmi um alræði stjórnvalda og má ég kasta einu stykki vistarbandi inn í umræðuna til þeirra sem telja Íslandsmet sett í inngripi stjórnvalda? Ég gæti tekið ótal önnur dæmi, en það að vera neyddur til að vera í húsmennsku einhvers staðar, eins og vistarbandið gerði, er of gott dæmi til að sleppa. Þau sem halda að núverandi aðgerðir stjórnvalda séu meiri inngrip í einkalíf okkar en vistarbandið, eru haldin forréttindablindu nútímamannsins. En það er gott að þessi viðhorf séu komin fram. Það þýðir nefnilega ekki að boða opna og lýðræðislega umræðu um allt en bregðast svo illa við þegar hún leiðir í ljós sjónarmið andstæð okkar. Mín skoðun er að fólk sem setur sig hvað harðast á móti hömlum stjórnvalda sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Sé of upptekið af einstaka aðgerðum til að sjá heildarmyndina og hverju þær aðgerðir skila sér. Núverandi bylgja heimsfaraldursins virðist í rénum á Íslandi. Ég hef engan heyrt færa rök fyrir því að betri staða sé ekki vegna þeirra takmarkana og hamla sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Ef ekki er gripið til aðgerða þá er það náttúrulögmál að bylgjan vaxi. Líkur aukast á atburðum eins og að fá smit í viðkvæman hóp, sem hefur kostað mörg mannslíf síðustu vikur. Pólitíkusar geta ekki rökrætt eða náð málamiðlunum við náttúrulögmál. Við þurfum ekki annað en að horfa til annarra landa, hvar staðan er verri og grípa hefur þurft til harðari aðgerða en hér, til að sjá að svo er. Vonandi halda núverandi hömlur og takmarkanir áfram að virka. Og vonandi höldum við áfram að ræða um ágæti aðgerðanna. Við þurfum að vera undir það búin að grípa aftur til aðgerða þegar næsta bylgja kemur. Þá er gott að hafa lært af reynslunni, geta séð hvaða aðgerðir hafa virkað og hverjar ekki. Því þegar að heimsfaraldri kemur er betra að byggja á reynslu en óskhyggju. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem erfitt ástand ílengist getur tvennt gerst; annars vegar að hið erfiða ástand verður normið og hins vegar að óþol fólks gagnvart því aukist úr hófi fram. Mannskepnan býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni eins og sést í alls kyns átökum og stríðum, náttúruhamförum og öðrum hamförum. Eitt sinn las ég bók sem geymdi frásagnir íbúa Lundúna úr síðari heimsstyrjöldinni. Lýsingar þeirra á því hvernig loftárásir Þjóðverja vöndust svo að þau tóku vart eftir þeim lengur eru magnaðar. Hins vegar eigum við líka ótal dæmi um það að samhent átak fjarar út eftir því sem tíminn líður. Heimsbyggðin öll glímir nú við smitsjúkdóm. Á örfáum mánuðum breiddist hann um Jörðina alla og í öllum löndum hefur þurft að grípa til alls kyns aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. Samkomubönn, fjöldatakmarkanir, grímuskylda, ýmissi þjónustu lokað, heimsóknir bannaðar til viðkvæmra hópa og svo framvegis og svo framvegis. Eins og vera ber hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu, annað væri nú með slíkt inngrip í daglegt líf. Á Íslandi höfum við sem betur fer borið gæfu til að sjá sameiginlega markmiðið, þó vissulega sé aðeins deilt um leiðina þangað. Mér virðist sem bæði viðbrögðin sem ég lýsti hér í upphafi eigi við um okkur Íslendinga. Fyrir sumum eru takmarkanirnar orðnar fullkomlega eðlilegt ástand. Við göngum út úr húsi og finnst við nakin ef við vitum ekki af grímunni í vasanum eða á andlitinu. Okkur dettur ekki í hug að heilsast með handbandi eða faðmlagi og við erum öll orðin sjóuð í þeim dansi sem það er að mæta fólki í heimsfaraldri – stígum til hliðar, stundum aðeins á ská og jafnvel aftur á bak – allt til að halda hæfilegri fjarlægð. Flest getur orðið að normi. Við bíðum fyrir utan búðir, nöldrum kannski aðeins en bíðum samt, og veltum fyrir okkur hvort við náum að fara í jólaklippinguna ef allt gengur vel. Óþolið eykst líka. Eftir því sem fleiri verða fyrir efnahagslegum áhrifum af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldursins er eðlilegt að fleiri velti nauðsyn þeirra fyrir sér. Markmið allra er að samfélagið fúnkeri sem best til lengri tíma, en fólk deilir um leiðirnar. Og eftir því sem erfiða ástandið ílengist ber meira á því að fólk sé búið að fá nóg. Hugsi, fjandinn fjarri mér þetta er ekki hægt, við þurfum að komast út úr þessu skrýtna normi og aftur í normið sem við þekktum fyrir. Æ fleiri hafa nú stigið fram og kallað eftir því að hömlum verði aflétt. Ég er þeirrar skoðunar að umræða um slíkt sé góð. Ég hef hins vegar þá skoðun að þau sem tali um hömlur sem alræði og telja inngrip ríkisins í einkalíf fólks núna, séu ekki mjög fróð um söguna. Ekki þarf að fletta lengi í gegnum sögubækur til að sjá raunveruleg dæmi um alræði stjórnvalda og má ég kasta einu stykki vistarbandi inn í umræðuna til þeirra sem telja Íslandsmet sett í inngripi stjórnvalda? Ég gæti tekið ótal önnur dæmi, en það að vera neyddur til að vera í húsmennsku einhvers staðar, eins og vistarbandið gerði, er of gott dæmi til að sleppa. Þau sem halda að núverandi aðgerðir stjórnvalda séu meiri inngrip í einkalíf okkar en vistarbandið, eru haldin forréttindablindu nútímamannsins. En það er gott að þessi viðhorf séu komin fram. Það þýðir nefnilega ekki að boða opna og lýðræðislega umræðu um allt en bregðast svo illa við þegar hún leiðir í ljós sjónarmið andstæð okkar. Mín skoðun er að fólk sem setur sig hvað harðast á móti hömlum stjórnvalda sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Sé of upptekið af einstaka aðgerðum til að sjá heildarmyndina og hverju þær aðgerðir skila sér. Núverandi bylgja heimsfaraldursins virðist í rénum á Íslandi. Ég hef engan heyrt færa rök fyrir því að betri staða sé ekki vegna þeirra takmarkana og hamla sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Ef ekki er gripið til aðgerða þá er það náttúrulögmál að bylgjan vaxi. Líkur aukast á atburðum eins og að fá smit í viðkvæman hóp, sem hefur kostað mörg mannslíf síðustu vikur. Pólitíkusar geta ekki rökrætt eða náð málamiðlunum við náttúrulögmál. Við þurfum ekki annað en að horfa til annarra landa, hvar staðan er verri og grípa hefur þurft til harðari aðgerða en hér, til að sjá að svo er. Vonandi halda núverandi hömlur og takmarkanir áfram að virka. Og vonandi höldum við áfram að ræða um ágæti aðgerðanna. Við þurfum að vera undir það búin að grípa aftur til aðgerða þegar næsta bylgja kemur. Þá er gott að hafa lært af reynslunni, geta séð hvaða aðgerðir hafa virkað og hverjar ekki. Því þegar að heimsfaraldri kemur er betra að byggja á reynslu en óskhyggju. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun