Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Sergio García klæddur í græna jakkann eins og siður er með sigurvegara Masters mótsins í golfi. getty/Andrew Redington Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira