Hugmyndafræði hjúkrunarheimila - Líf sem vert er að lifa Björn Bjarki Þorsteinsson og Halldór S. Guðmundsson skrifa 9. nóvember 2020 14:00 Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar