Lovísa Thompson ekki ein af þeim fimm mikilvægustu í Olís deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Svona var topp fimm listinn kynntur í þætti Seinni bylgjunnar í gær. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira