Lovísa Thompson ekki ein af þeim fimm mikilvægustu í Olís deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Svona var topp fimm listinn kynntur í þætti Seinni bylgjunnar í gær. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira