Lovísa Thompson ekki ein af þeim fimm mikilvægustu í Olís deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Svona var topp fimm listinn kynntur í þætti Seinni bylgjunnar í gær. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira