Þú hefur áhrif á styttingu vinnuvikunnar á þínum vinnustað Árni Stefán Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun