Íþróttir barna eru mikilvægasta lýðheilsumálið Ingvar Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 14:00 Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun