Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:31 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar