Handbolti

Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru flottir menn á lista Jóhanns Gunnars Einarssonar í Seinni bylgjunni í gær.
Það voru flottir menn á lista Jóhanns Gunnars Einarssonar í Seinni bylgjunni í gær. Skjámynd/S2 Sport

Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í Olís deild karla í handbolta, skellti í einn fróðlegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni í gær.

Jóhann Gunnar setti saman fimm manna topplista yfir trausta toppmenn í Olís deild karla í vetur.

„Ég hef spilað með mörgum skemmtilegum karakterum í gegnum tíðina en í öllum liðum eru þessir algjöru toppmenn sem virðast vera aðeins á undan öðrum í þroska. Þegar kemur eitthvað fyrir í liðinu þá fer hann alltaf í málið og talar við þjálfarann. Þetta er ekki endilega fyrirliðinn,“ sagði Jóhann Gunnar

„Ásgeir Örn var oft svona í unglingalandsliðinu og manni fannst hann vera orðinn fullorðinn. Hann tók málin í sínar hendur,“ sagði Jóhann Gunnar um Ásgeir Örn Hallgrímsson sem sat við hliðina á honum í settinu.

„Ég er hugsa þetta þannig að ef ég myndi falla frá og einhver í deilinni þyrfti að sjá um börnin mín. Þetta er því listi yfir þá sem ég vilda að myndu sjá um börnin mín af þeim sem eru í deildinni í dag,“ sagði Jóhann Gunnar.

Hér fyrir neðan má sjá Jóhann Gunnar fara yfir þennan athyglisverða lista sinn þar sem hann rökstyður valið sitt á hverjum manni.

Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi með traustum toppmönnum


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.