Afreksmaðurinn Gunnar Dan Wiium skrifar 25. október 2020 13:00 Í gærkvöld sáum við fjölskyldan leikna sjónvarpsmynd um frægustu fimleikakonu allra tíma. Ung amerísk. Undrabarn með meðfædda hæfileika á sviði fimleika. Þessir meðfæddu hæfileikar spiluðu svo saman með félagslegum aðstæðum, því baklandi sem hún hafði sem og meðfæddri skapgerð til leiksins. Allir þættir til staðar sem gerðu hana af margföldum heimsmeistara og ólympíufara. Sönn goðsögn. Fékk mig, litla mig til að hugsa um hvað ég hef afrekað í lífinu og hver mælikvarðinn er sem segir til hvort um afrek sé að ræða eða ekki. Þessi stanslausi samanburður sem ýmist segir mér að ég sé ýmist betri eða verri. Spurningin þá er, betri eða verri en hver? Er ég að stefna að framförum minnar eigin getu gærdagsins eða er ég með stöðuga sýn útávið sem svo er filteruð af ótta við mistök og höfnun? Er ég að upplifa tíma og afstöðuleysi í leiknum sem knýr mig í núvitund? Þessa núvitund sem framkallar frítt flæði og hámarks getu og frammistöðu. Stefni ég að sigri til að skara fram úr öðrum eða stefni ég að sigri til setja mælinn sem stefnu fyrir þá sem fylgja? Er ásetningur og metnaður minn hreinn eða er ég knúinn af girnd og ótta? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða flest eða ekki öll svið lífsins. Ég lít til baka og finn að ég á erfitt með að viðurkenna sigrana í lífi mínu. Ég virðist eiga auðveldara með að deila sársauka og ósigrum. Ég lít til baka og sé staði í lifi mínu þar sem ég tók svokölluð leap of faith í átt inn i óvissu en með trú og óljósa sýn á ákveðna niðurstöðu. Ég sé að ég hef stigið inn í óttan og lagt í verkefni sem hefðu snúið mig niður í fyrsta andartaki, ef ég hefði reynt að sjá fyrir mér heild í stað þess að einblína bara á fyrsta skrefið. Vöxtur felst í trú og samkennd. Samkennd sem segir mér að ég sé hinir. Samkennd sem segir að égið mitt geti alveg eins og önnur ég. Samkenndin færir mig áfram skref fyrir skref inn á ótroðnar slóðir. Þessu mun aldrei ljúka. Skrefið sem ég tek í dag er að skilja þennan veruleika. Ekki svo ég geti baðað mig í þekkingu og visku heldur svo ég geti deilt honum með mínu nærumhverfi. Í formi uppeldis deilum við, ábyrgir foreldrar visku sem við höfum öðlast í gegnum gleði og sorg. Sigra og ósigra. Áfram við, afreksfólk og áhrifavaldar!! Höfundur starfar sem smíðakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöld sáum við fjölskyldan leikna sjónvarpsmynd um frægustu fimleikakonu allra tíma. Ung amerísk. Undrabarn með meðfædda hæfileika á sviði fimleika. Þessir meðfæddu hæfileikar spiluðu svo saman með félagslegum aðstæðum, því baklandi sem hún hafði sem og meðfæddri skapgerð til leiksins. Allir þættir til staðar sem gerðu hana af margföldum heimsmeistara og ólympíufara. Sönn goðsögn. Fékk mig, litla mig til að hugsa um hvað ég hef afrekað í lífinu og hver mælikvarðinn er sem segir til hvort um afrek sé að ræða eða ekki. Þessi stanslausi samanburður sem ýmist segir mér að ég sé ýmist betri eða verri. Spurningin þá er, betri eða verri en hver? Er ég að stefna að framförum minnar eigin getu gærdagsins eða er ég með stöðuga sýn útávið sem svo er filteruð af ótta við mistök og höfnun? Er ég að upplifa tíma og afstöðuleysi í leiknum sem knýr mig í núvitund? Þessa núvitund sem framkallar frítt flæði og hámarks getu og frammistöðu. Stefni ég að sigri til að skara fram úr öðrum eða stefni ég að sigri til setja mælinn sem stefnu fyrir þá sem fylgja? Er ásetningur og metnaður minn hreinn eða er ég knúinn af girnd og ótta? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða flest eða ekki öll svið lífsins. Ég lít til baka og finn að ég á erfitt með að viðurkenna sigrana í lífi mínu. Ég virðist eiga auðveldara með að deila sársauka og ósigrum. Ég lít til baka og sé staði í lifi mínu þar sem ég tók svokölluð leap of faith í átt inn i óvissu en með trú og óljósa sýn á ákveðna niðurstöðu. Ég sé að ég hef stigið inn í óttan og lagt í verkefni sem hefðu snúið mig niður í fyrsta andartaki, ef ég hefði reynt að sjá fyrir mér heild í stað þess að einblína bara á fyrsta skrefið. Vöxtur felst í trú og samkennd. Samkennd sem segir mér að ég sé hinir. Samkennd sem segir að égið mitt geti alveg eins og önnur ég. Samkenndin færir mig áfram skref fyrir skref inn á ótroðnar slóðir. Þessu mun aldrei ljúka. Skrefið sem ég tek í dag er að skilja þennan veruleika. Ekki svo ég geti baðað mig í þekkingu og visku heldur svo ég geti deilt honum með mínu nærumhverfi. Í formi uppeldis deilum við, ábyrgir foreldrar visku sem við höfum öðlast í gegnum gleði og sorg. Sigra og ósigra. Áfram við, afreksfólk og áhrifavaldar!! Höfundur starfar sem smíðakennari
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar