Hagfræði launaþjófnaðar Nanna Hermannsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun