Tími er það verðmætasta sem við gefum börnum okkar Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 24. október 2020 18:06 Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun