Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir skrifar 13. maí 2018 07:00 Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun