Skoðun

Vangaveltur: Gættu að hvað þú gerir

Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar

Í alvöru! Í dag setti ég P-merki í bílinn minn, ekki af því að mér finnst það fyndið, ekki til að þykjast og ekki til að frekjast. Ég gerði það af því ég þarf á því að halda.

Eftir langan aðlögunartíma, eða sáttartíma, við skerta göngugetu var komið að því. Skiltið fór í bílinn. Ég þurfti í búð í miðbæ Reykjavíkur svo ég fór í mínar nýfengnu en lítt ,,sexý” gönguspelkur, staulaðist inn í bílinn minn og brunaði í bæinn. Í dag er ég nefnilega sátt við að nýta mér sjálfsögð mannréttindi með síversnandi göngugetu, nýta spánýja P-merkið mitt.

Það var með stolti sem ég fann fagurbláa bílastæðið í miðbænum og sveigði inn í það. En akkúrat þá, einmitt þá hrundi veröldin mín sem ég loksins að sættast við. Skömmin helltist yfir mig með háværu löngu og frekjulegu flauti. Flautinu fylgdi illt augnaráð sem ætlaði að reka frekjuna, dónan MIG úr stæði fatlaðra. Þegar þau sáu svo merkið mitt, sem ég ein á, var þeim brugðið, svo brugðið að með handapati og auknum hraða bílsins áttaði ég mig á því hver var fíflið í þessum aðstæðum. Það var ekki ég.

Vöndum okkur.

Höfundur er kona, móðir og kennari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.