Handbolti

Rasimas nýtur lífsins á Selfossi en kveðst enn geta lært margt

Sindri Sverrisson skrifar
Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi.
Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi. stöð 2 sport

Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni.

Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg.

„Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.

Kann mjög vel við sig á Selfossi

Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi:

„Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“

Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni.

„Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“

Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar.

Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×