Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. október 2020 14:00 Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar