Biðlistar enn og aftur - hvernig endar þetta? Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir skrifa 20. október 2020 11:00 Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun