Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 12. október 2020 12:01 Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Facebook Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun