Lífeyrissjóðir en ekki lífeyrissjóður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. október 2020 10:00 Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun