Handbolti

Spiluðu heilan hand­bolta­leik með grímur | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. La Liga Sports

Kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á íþróttir víðsvegar um Evrópu. Í gær áttu að fara fram átta leikir í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta en aðeins fóru þrír þeirra fram. Aron Pálmarsson var í eldlínunni með stórliði Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn. 

Liðið trónir sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Leikur Ademar León og Balonmano Sinfín vakti hins vegar töluverða athygli og ekki að ástæðulausu. Allir leikmenn liðanna léku nefnilega með grímur, eins undarlega og það hljómar.

Ademar León vann leikinn örugglega, lokatölur 31-23. Liðið er í 2. sæti með fimm sigra og eitt tap í fyrstu sex leikjum sínum. 

Sinfín er í bullandi fallbaráttu en liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum og situr í 17. og næst neðsta sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.