Glórulaus vitleysa Kári Stefánsson skrifar 9. október 2020 21:23 Á liðnum vikum hefur Haukur Arnþórsson tjáð sig á prenti um þær aðferðir sem beita mætti í baráttunni við Cov-19 og virðist helst á þeirri skoðun að flest það sem íslensk sóttvarnaryfirvöld hafi gert í því sambandi sé rangt og allt sem Svíar hafi gert sé rétt og göfugt. Þetta er svo sannarlega skoðun sem hægt er að styðja alls konar rökum og töluvert af ágætis fólki hefur stutt. Mér finnst þessi rök slæm og að þau vegi að einni af grundvallarforsendum þess samfélags sem mig langar að búa í sem er sú að við hlúum að þeim sem minna mega sín. Í mínum huga varpaði nefnilega sænska leiðin öldruðum og veikum fyrir ætternisstapa. Kannski Haukur sé mér sammála um þetta atriði málsins en honum finnist eldri borgarar landsins geti einfaldlega dáið drottni sínum af þessari veiru fyrst þeir höfðu ekki vit á því að kjósa hann sem formann félags síns (ég er viss um að Haukur er mér sammála um að þetta sé virkilega slæmur brandari). Þarna rekast hins vegar á tvær skoðanir, mín og Hauks og það vill svo til að íslensk sóttvarnaryfirvöld aðhyllast að nokkru leyti mína skoðun en að engu leyti hans. Ef marka má grein sem Haukur birti á Vísi í dag virðist hann líta svo á að ég sé ábyrgur fyrir vitleysu sóttvarnaryfirvalda eða að ég hafi í það minnsta framið illvirki með því að styðja þau og hann ryður út úr sér staðlausum stöfum um Íslenska erfðagreiningu sem sumar eru aðdróttanir en aðrar ásakanir um glæpi. Nú skulum við skoða staðhæfingar hans: 1. DeCode – sem þjóðin hafnaði að gefa lífssýni fyrir nokkrum misserum – safnar nú lífsýnum þjóðarinnar sem aldrei fyrr. Svar: Þessi setning er vitlaus í báða enda. Í fyrsta lagi hefur þjóðin aldrei hafnað að taka þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Meira en helmingur þjóðarinnar hefur skrifað undir upplýst samþykki fyrir hinum ýmsu rannsóknum sem við erum að vinna og það er líklega ekkert það athæfi í sögu þjóðarinnar sem stærri hundraðshluti hennar hefur tekið þátt í nema kosningar. Hitt er svo líka rangt, að ÍE sé að safna lífsýnum sem aldrei fyrr. Það er ekkert átak í gangi hjá okkur til þess að safna miklu magni af lífsýnum. 2. Fyrirtækið er í eigu Amgen líftæknifyrirtækisins í Kaliforníu sem segist nota getu og uppgötvanir DeCode til eigin rannsókna og lyfjaframleiðslu. Svar: Íslensk erfðagreining birtir allar uppgötvanir sem eru gerðar í fyrirtækinu eins hratt og mögulegt er þannig að þær eru öllum lyfjafyrirtækjum aðgengilegar til þess að nýta, ekki bara Amgen. Við höfum oft sagt þetta opinberlega og þar með er það partur af upplýstu samþykkjunum sem þátttakendur skrifa undir. Það er hins vegar hagur sjúklinga að það sé í það minnsta eitt lyfjafyrirtæki sem vilji eyða í það orku að skoða uppgötvanir um sjúkdóma þeirra með það í huga að búa til lyf. Það er ekki alltaf sjálfgefið að svo sé. 3. Við erum að gefa bandarísku stórfyrirtæki dýrmætustu upplýsingar um okkur sem við getum gefið um þessar mundir. Fyrr eða síðar getur það kallað til sín eignir sínar á Íslandi og flutt starfsemina milli landa. Svar: Íslensk erfðagreining á engin gögn um fólk og hefur engan umráðarétt yfir slíkum gögnum og getur því hvorki veitt aðgang að slíkum gögnum né flutt úr landi. Ég, Kári Stefánsson, er ábyrgðarmaður allra gagna um fólk sem eru notuð til rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég á ekki gögnin en ég er vörslumaður þeirra og aðgangur minn að þeim er takmarkaður við leyfi Vísindasiðanefndar og blessun Persónuverndar. Ég hef enga heimild til þess að flytja þau úr landi og má svo sannarlega hvorki selja þau né nota þau sem veð eða fjalla um þau á annan hátt en Vísindasiðanefnd veitir mér leyfi til. 4. Þær rannsóknir sem DeCODE framkvæmir nú eru hins vegar gerðar án samþykkis Vísindasiðanefndar og virðast þær undanþegnar almennum skilyrðum stjórnvalda fyrir vinslunni. Þannig virðist DeCode og eigendur fyrirtækisins hafa frítt spil með nýjum lífsýnum. Svar: Það er nokkuð ljóst á þessari staðhæfingu Hauks að hann hefur tekið sér fasta búsetu út í mýri. Skimanir sem ÍE hefur framið í sóttvarnarskyni og fyrir sóttvarnarlækni leiða ekki til söfnunar lífsýna. Strok úr nefholi og munni sem eru notuð til þess að leita að veirunni og allt sem má rekja til þeirra er hent þegar búið er að framkvæma prófið og raðgreina veiruna. Til að byrja með framkvæmdu rannsóknarstofa í veirufræði við Landspítalann og rannsóknarstofa okkar prófin á sama máta en á sitt hvorum stað en nú er búið að sameina þær til þess að samnýta fólk og tæki. Skimunin er aðferð sem sóttvarnaryfirvöld nýta sér til þess að reyna að hemja útbreiðslu veirunnar og er ekki í vísindarannsókn. Það er hins vegar ljóst að Hauki finnst skimunin vond af því hann vill ekki að útbreiðsla veirunnar sé heft heldur hafi hún fullt ferðafrelsi um íslenskt samfélag. Einu lífsýnin sem eru geymd hjá ÍE eru þau sem hafa fengist frá fólki sem hefur veitt upplýst samþykki og þau eru öll á ábyrgð Kára Stefánssonar en ekki fyrirtækisins vegna þess að Vísindasiðanefnd veitir ekki fyrirtækjum eða háskólum leyfi til rannsókna heldur fólki. Aðgengi mitt, Kára Stefánssonar, að lífsýnunum er með öllu háð leyfum Vísindasiðanefndar. Það hefur engin vísindarannsókn verið gerð hjá ÍE án leyfis Vísindasiðanefndar og engin slík er í gangi. Hins ber svo að geta að þær ásakanir Hauks að ÍE sé að brjóta lög með því að vinna rannsóknir án tilskyldra leyfa eru alvarlegar og ekki útilokað að hann verði að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur Haukur Arnþórsson tjáð sig á prenti um þær aðferðir sem beita mætti í baráttunni við Cov-19 og virðist helst á þeirri skoðun að flest það sem íslensk sóttvarnaryfirvöld hafi gert í því sambandi sé rangt og allt sem Svíar hafi gert sé rétt og göfugt. Þetta er svo sannarlega skoðun sem hægt er að styðja alls konar rökum og töluvert af ágætis fólki hefur stutt. Mér finnst þessi rök slæm og að þau vegi að einni af grundvallarforsendum þess samfélags sem mig langar að búa í sem er sú að við hlúum að þeim sem minna mega sín. Í mínum huga varpaði nefnilega sænska leiðin öldruðum og veikum fyrir ætternisstapa. Kannski Haukur sé mér sammála um þetta atriði málsins en honum finnist eldri borgarar landsins geti einfaldlega dáið drottni sínum af þessari veiru fyrst þeir höfðu ekki vit á því að kjósa hann sem formann félags síns (ég er viss um að Haukur er mér sammála um að þetta sé virkilega slæmur brandari). Þarna rekast hins vegar á tvær skoðanir, mín og Hauks og það vill svo til að íslensk sóttvarnaryfirvöld aðhyllast að nokkru leyti mína skoðun en að engu leyti hans. Ef marka má grein sem Haukur birti á Vísi í dag virðist hann líta svo á að ég sé ábyrgur fyrir vitleysu sóttvarnaryfirvalda eða að ég hafi í það minnsta framið illvirki með því að styðja þau og hann ryður út úr sér staðlausum stöfum um Íslenska erfðagreiningu sem sumar eru aðdróttanir en aðrar ásakanir um glæpi. Nú skulum við skoða staðhæfingar hans: 1. DeCode – sem þjóðin hafnaði að gefa lífssýni fyrir nokkrum misserum – safnar nú lífsýnum þjóðarinnar sem aldrei fyrr. Svar: Þessi setning er vitlaus í báða enda. Í fyrsta lagi hefur þjóðin aldrei hafnað að taka þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Meira en helmingur þjóðarinnar hefur skrifað undir upplýst samþykki fyrir hinum ýmsu rannsóknum sem við erum að vinna og það er líklega ekkert það athæfi í sögu þjóðarinnar sem stærri hundraðshluti hennar hefur tekið þátt í nema kosningar. Hitt er svo líka rangt, að ÍE sé að safna lífsýnum sem aldrei fyrr. Það er ekkert átak í gangi hjá okkur til þess að safna miklu magni af lífsýnum. 2. Fyrirtækið er í eigu Amgen líftæknifyrirtækisins í Kaliforníu sem segist nota getu og uppgötvanir DeCode til eigin rannsókna og lyfjaframleiðslu. Svar: Íslensk erfðagreining birtir allar uppgötvanir sem eru gerðar í fyrirtækinu eins hratt og mögulegt er þannig að þær eru öllum lyfjafyrirtækjum aðgengilegar til þess að nýta, ekki bara Amgen. Við höfum oft sagt þetta opinberlega og þar með er það partur af upplýstu samþykkjunum sem þátttakendur skrifa undir. Það er hins vegar hagur sjúklinga að það sé í það minnsta eitt lyfjafyrirtæki sem vilji eyða í það orku að skoða uppgötvanir um sjúkdóma þeirra með það í huga að búa til lyf. Það er ekki alltaf sjálfgefið að svo sé. 3. Við erum að gefa bandarísku stórfyrirtæki dýrmætustu upplýsingar um okkur sem við getum gefið um þessar mundir. Fyrr eða síðar getur það kallað til sín eignir sínar á Íslandi og flutt starfsemina milli landa. Svar: Íslensk erfðagreining á engin gögn um fólk og hefur engan umráðarétt yfir slíkum gögnum og getur því hvorki veitt aðgang að slíkum gögnum né flutt úr landi. Ég, Kári Stefánsson, er ábyrgðarmaður allra gagna um fólk sem eru notuð til rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég á ekki gögnin en ég er vörslumaður þeirra og aðgangur minn að þeim er takmarkaður við leyfi Vísindasiðanefndar og blessun Persónuverndar. Ég hef enga heimild til þess að flytja þau úr landi og má svo sannarlega hvorki selja þau né nota þau sem veð eða fjalla um þau á annan hátt en Vísindasiðanefnd veitir mér leyfi til. 4. Þær rannsóknir sem DeCODE framkvæmir nú eru hins vegar gerðar án samþykkis Vísindasiðanefndar og virðast þær undanþegnar almennum skilyrðum stjórnvalda fyrir vinslunni. Þannig virðist DeCode og eigendur fyrirtækisins hafa frítt spil með nýjum lífsýnum. Svar: Það er nokkuð ljóst á þessari staðhæfingu Hauks að hann hefur tekið sér fasta búsetu út í mýri. Skimanir sem ÍE hefur framið í sóttvarnarskyni og fyrir sóttvarnarlækni leiða ekki til söfnunar lífsýna. Strok úr nefholi og munni sem eru notuð til þess að leita að veirunni og allt sem má rekja til þeirra er hent þegar búið er að framkvæma prófið og raðgreina veiruna. Til að byrja með framkvæmdu rannsóknarstofa í veirufræði við Landspítalann og rannsóknarstofa okkar prófin á sama máta en á sitt hvorum stað en nú er búið að sameina þær til þess að samnýta fólk og tæki. Skimunin er aðferð sem sóttvarnaryfirvöld nýta sér til þess að reyna að hemja útbreiðslu veirunnar og er ekki í vísindarannsókn. Það er hins vegar ljóst að Hauki finnst skimunin vond af því hann vill ekki að útbreiðsla veirunnar sé heft heldur hafi hún fullt ferðafrelsi um íslenskt samfélag. Einu lífsýnin sem eru geymd hjá ÍE eru þau sem hafa fengist frá fólki sem hefur veitt upplýst samþykki og þau eru öll á ábyrgð Kára Stefánssonar en ekki fyrirtækisins vegna þess að Vísindasiðanefnd veitir ekki fyrirtækjum eða háskólum leyfi til rannsókna heldur fólki. Aðgengi mitt, Kára Stefánssonar, að lífsýnunum er með öllu háð leyfum Vísindasiðanefndar. Það hefur engin vísindarannsókn verið gerð hjá ÍE án leyfis Vísindasiðanefndar og engin slík er í gangi. Hins ber svo að geta að þær ásakanir Hauks að ÍE sé að brjóta lög með því að vinna rannsóknir án tilskyldra leyfa eru alvarlegar og ekki útilokað að hann verði að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar