Keflavík – flugið og framtíðin Dr. Max Hirsh skrifar 12. október 2020 08:01 Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun