„Var í þrjú ár að keppa við þá bestu i heimi á öðrum fætinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 13:00 Isaiah Thomas í leik með Boston Celtics þar sem ferill hans náði hæstum hæðum. Getty/Maddie Meyer Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann. NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann.
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira