Reykjalundur – Í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi í 75 ár! Anna Stefánsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 6. október 2020 08:31 Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS og hófst starfsemin árið 1945. Reykjalundur fagnar því 75 ára afmæli á þessu ári. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Nýbyggingar og stærra viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Stærsta endurhæfingarstofnun landsins Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er ein þverfagleg legudeild, Miðgarður, þar sem veitt er meðferð fyrir fólk sem þarf hjúkrun og sólarhringsþjónustu. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir fólk, sem vegna landfræðilegra ástæðna eða annarra, getur ekki farið heim að lokinni meðferð á daginn. Markmið endurhæfingar er að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi fólks í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Biðlisti inn á Reykjalund er langur og hefur aldrei verið lengri en einmitt nú. Reykjalundur er vettvangur þverfaglegrar samvinnu Í upphafi voru aðeins læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi á Reykjalundi. En fagfólki hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin í samræmi við breytingar í endurhæfingarþjónustu. Meðal helstu fagstétta sem koma að beinni meðferð sjúklinga á Reykjalundi eru félagsráðgjafar, heilsuþjálfarar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og talmeinafræðingar. Meðferðarteymi sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks eru hjartað í starfseminni Hjartað í starfsemi Reykjalundar er teymisvinna fjölbreytts hóps sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem mynda meðferðarteymi. Í meðferðarteymunum er sett upp einstaklingsmiðað endurhæfingarprógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem miðar að því að bæta líkamlega getu og andlega og félagslega líðan. Misjafnt er hvernig endurhæfingu hver og einn þarf á að halda og því skiptir miklu máli að heilbrigðisstarfsfólk með ólíka sérfræðiþekkingu vinni saman að bættri líðan. Markmið teymisvinnu er að veita þverfaglega, heildræna meðferð byggða á gagnreyndri þekkingu. Áhersla er lögð á samtalsmeðferð, einstaklings- og hópmeðferð, fjölbreytta hreyfingu, námskeið og fræðslu. Afar mikilvægt er að sjúklingurinn sé virkur í sinni endurhæfingu til að hún skili sér sem best. Framtíðin er björt! Þrátt fyrir að flestir telji heilbrigðisþjónustu vera einn af hornsteinum samfélagsins, er ljóst að fjármunir í heilbrigðismál eru og munu verða takmarkaðir. Vegna þess er mjög mikilvægt að nota þessa fjármuni með eins markvissum hætti og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að skoða og tileinka sér aukna þjónustu og nýja möguleika. Okkar skoðun er sú að endurhæfing og forvarnir séu vannýttur þáttur í því sambandi og við sem samfélag eigum mikið inni þegar kemur að þessum þáttum. Það eru því mörg tækifæri og möguleikar í stöðunni í framtíðarsýn Reykjalundar. Við erum sannfærð um að sá úrvalshópur sem starfsfólks Reykjalundar hefur að geyma, mun gera næstu 75 ár í starfi Reykjalundar að veruleika með glæsilegum hætti og ávallt hagsmuni samfélagsins og sjúklinga að leiðarljósi. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar Anna Stefánsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar endurhæfingar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS og hófst starfsemin árið 1945. Reykjalundur fagnar því 75 ára afmæli á þessu ári. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Nýbyggingar og stærra viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Stærsta endurhæfingarstofnun landsins Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er ein þverfagleg legudeild, Miðgarður, þar sem veitt er meðferð fyrir fólk sem þarf hjúkrun og sólarhringsþjónustu. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir fólk, sem vegna landfræðilegra ástæðna eða annarra, getur ekki farið heim að lokinni meðferð á daginn. Markmið endurhæfingar er að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi fólks í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Biðlisti inn á Reykjalund er langur og hefur aldrei verið lengri en einmitt nú. Reykjalundur er vettvangur þverfaglegrar samvinnu Í upphafi voru aðeins læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi á Reykjalundi. En fagfólki hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin í samræmi við breytingar í endurhæfingarþjónustu. Meðal helstu fagstétta sem koma að beinni meðferð sjúklinga á Reykjalundi eru félagsráðgjafar, heilsuþjálfarar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og talmeinafræðingar. Meðferðarteymi sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks eru hjartað í starfseminni Hjartað í starfsemi Reykjalundar er teymisvinna fjölbreytts hóps sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks sem mynda meðferðarteymi. Í meðferðarteymunum er sett upp einstaklingsmiðað endurhæfingarprógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem miðar að því að bæta líkamlega getu og andlega og félagslega líðan. Misjafnt er hvernig endurhæfingu hver og einn þarf á að halda og því skiptir miklu máli að heilbrigðisstarfsfólk með ólíka sérfræðiþekkingu vinni saman að bættri líðan. Markmið teymisvinnu er að veita þverfaglega, heildræna meðferð byggða á gagnreyndri þekkingu. Áhersla er lögð á samtalsmeðferð, einstaklings- og hópmeðferð, fjölbreytta hreyfingu, námskeið og fræðslu. Afar mikilvægt er að sjúklingurinn sé virkur í sinni endurhæfingu til að hún skili sér sem best. Framtíðin er björt! Þrátt fyrir að flestir telji heilbrigðisþjónustu vera einn af hornsteinum samfélagsins, er ljóst að fjármunir í heilbrigðismál eru og munu verða takmarkaðir. Vegna þess er mjög mikilvægt að nota þessa fjármuni með eins markvissum hætti og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að skoða og tileinka sér aukna þjónustu og nýja möguleika. Okkar skoðun er sú að endurhæfing og forvarnir séu vannýttur þáttur í því sambandi og við sem samfélag eigum mikið inni þegar kemur að þessum þáttum. Það eru því mörg tækifæri og möguleikar í stöðunni í framtíðarsýn Reykjalundar. Við erum sannfærð um að sá úrvalshópur sem starfsfólks Reykjalundar hefur að geyma, mun gera næstu 75 ár í starfi Reykjalundar að veruleika með glæsilegum hætti og ávallt hagsmuni samfélagsins og sjúklinga að leiðarljósi. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar Anna Stefánsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar endurhæfingar ehf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar