Rafíþróttir

Hörð toppbarátta milli Dusty, XY Esport og Fylkis

Snorri Már Vagnsson skrifar
LolStaða

5. umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends var spiluð í gærkvöldi og var mikil spenna í loftinu. Við upphaf umferðarinnar sat Dusty Academy á toppi deildarinnar og XY Esports fylgdu þeim fast á eftir. XY þurftu að finna sigur í leik sínum til að halda sér í toppbaráttunni, sem og þeir gerðu þegar þeir sigðuru VITA. Fylkir vann báða sína leiki gegn Excess Success og KR LoL. Einnig tókst Pongu að valta yfir lið Excess Success þrátt fyrir slæmt gengi síðustu leiki.

XY Esports vs. VITA

Í fyrsta leik kvöldsins mættust XY Esports og VITA. Í leiknum voru karakterar sem þrífast í seinustu mínútum leikja eins og Yone, Gangplank og Kai’sa, þannig búast mátti við löngum leik. Lítið gerðist snemma leiks, eins og við mátti búast. Á tólftu mínútu náðu XY góðu spili á botninum með hjálp Adda, sem gaf þeim tvö kills og dreka. Áfram héldu XY menn að spila í kringum botninn á kortinu og þeim tókst að mynda forskot á VITA-menn. Bad Habit, support-spilari XY Esports, spilaði leikinn afar vel og náði að vinna marga slagi með hæfileikum sínum á Leonu. Á 23. mínútu braust út risaslagur hjá dreka sem VITA unnu en XY náði drekasálinni. XY náðu Baróninum tveimur mínútum seinna en töpuðu öðrum slag og VITA komust þrjúþúsund gulli yfir XY Esports. Jammzzyy, jungler-spilari XY spilaði þó afar vel úr aðstæðum og náði að fella tvo leikmenn VITA sem tryggði þeim Elderdrekann og tvöþúsund gulla forskot. Á 34. mínútu náði Jammzzyy að snúa bardaga XY í hag og þeir kláruðu leikinn.

Excess Success vs. Fylkir

Önnur viðureign kvöldsins var á milli Excess Success og Fylkis. Yordle Stomper, ADC spilari Fylkis valdi Samiru og var þetta fyrsti leikurinn sem hún er spiluð í Vodafone deildinni. Fylkir komust yfir afar snemma í leiknum og voru sterkari aðilinn allan leikinn. Með þrjá turna og tvo dreka í farteskinu á fimmtándu mínútu fóru þeir að leita að leiðum til að ljúka leiknum. Eftir að taka Baróninn og ná að fella leikmenn Excess Success tóku Fylkir dreka á 25. mínútu og kláruðu leikinn eftir að vinna annan slag.

KR LoL vs. Fylkir

Í þriðju viðureign kvöldsins mættust KR LoL og Fylkir. Leikurinn var afar jafn til að byrja með, lítill gullmunur var á liðunum en Fylkir tóku tvo dreka meðan KR var tvöþúsund gulli á undan. Fylkir náði þó að taka Baróninn þökk sé pressu frá Tartaran og Leiftri í botninum sem vann Fylki inn tíma. Leiftur á Camille valtaði svoleiðis yfir KR-menn í þeirra eigin base og eftir aðeins 22. mínútna leik tókst Fylki að brjóta niður varnir KR og sigruðu svo leikinn.

Pongu vs. Excess Success

Síðasti leikur kvöldsins var á milli Pongu og Excess Success. Pongu voru að leitast við að snúa gengi sínu við en þeir sátu í neðsta sæti deildarinnar fyrir leik. Þvert gegn undanförnu gengi Pongu sýndu þeir heldur betur að þeir eiga roð í hin liðin og voru með 13 kills og 7 þúsund gulli á undan Excess Success á tólftu mínútu. Allir leikmenn Pongu áttu stórgóðan leik og lítið hægt að setja út á spil þeirra. Forysta þeirra jókst eftir því sem leið lengra á leikinn, en staðan var 20-2 í kills á fimmtándu mínútu. Pongu tóku inhibitor Excess-manna með hjálp Skelrúnar og þá varð niðurstaða leiksins orðin nokkuð ljós. Eftir aðeins laufléttan 21. mínútu leik tókst Pongu að sigra Excess Success með ótrúlegum yfirburðum, tólfþúsund gulli á undan og með 32 kills gegn 6 kills Excess-manna.

Spenna á toppnum

Eftir 5. umferð Vodafone deildarinnar deila Dusty Academy, XY Esports og Fylkir efsta sætinu með 14 stig hvert. Þó á Dusty Academy enn eftir að spila tvo leiki í umferðinni en XY eiga einn leik eftir. VITA situr í fjórða sæti með 10 stig en Excess Success eru í fimmta sæti með 8 stig. KR LoL eru í sjötta sæti með 6 stig en Pongu náðu að slíta sig frá Make It Quick með sigri sínum í kvöld með 4 stig. Make It Quick geta þó enn komist yfir Pongu ef þeir vinna báða sína leiki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×