Körfubolti

Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍR-ingar eru til alls líklegir í vetur.
ÍR-ingar eru til alls líklegir í vetur. vísir/bára

Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds, hefur mikla trú á liði ÍR og segir að það geti staðið uppi sem Íslandsmeistari næsta vor.

„Þetta verður dúndurlið ef þetta smellur. Þeir eru með frábær gæði í sínum hóp. Borche [Ilievski] er að þjálfa og við höfum ekki verið með einn þátt í fimm ár án þess að hrósa honum,“ sagði Benedikt í upphitunarþætti Domino's Körfuboltakvölds í gær. 

„Þú ert með þjálfara, leikmannahóp, frábæra stuðningsmenn. Hvað vantar til að ÍR geti barist um titilinn? Bendið mér á eitthvað.“

Bandaríkjamaðurinn Evan Singletary tekur annað tímabil með ÍR en hann lék afar vel síðasta vetur.

„Hann sýndi okkur eitthvað nýtt í fyrra. Hann tók stundum leiki sem þeir voru ekki alveg inn í og kom þeim inn í þá. Það er svo mikil orka í kringum hann,“ sagði Hermann Hauksson og bætti því við að hann væri spenntur fyrir samvinnu Singletarys og Everage Richardson sem kom til ÍR frá Hamri í sumar.

ÍR sækir Tindastól heim í 1. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.