Varðandi umfjöllun um sænsku leiðina með Tegnell Lárus S. Guðmundsson skrifar 30. september 2020 21:39 Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun