Varðandi umfjöllun um sænsku leiðina með Tegnell Lárus S. Guðmundsson skrifar 30. september 2020 21:39 Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar