Viðskipti innlent

66 manns sagt upp hjá Hertz

Atli Ísleifsson skrifar
Hertz, líkt og aðrar bílaleigur, hafa orðið fyrir algeru hruni í tekjum vegna heimsfaraldursins.
Hertz, líkt og aðrar bílaleigur, hafa orðið fyrir algeru hruni í tekjum vegna heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm

Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða.

Þetta staðfestir Sigfús Bjarni Sigfússon forstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessa ráðs í ljósi aðstæðna. Algert hrun hafi verið í tekjum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Sigfús segir að öllum hafi verið sagt upp með það í huga að ráða flesta ef ekki alla um áramótin ef aðstæður leyfa. Síðustu sumur hafi  starfsmenn Hertz verið á milli 130 og 140 talsins, en umtalsvert færri nú í sumar vegna hruns í komu ferðamanna.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði frá því í morgun að það sem af er mánuði hafi alls 149 manns verið sagt upp fjórum hópuppsögnum. Uppsagnirnar hjá Hertz eru því í þeim hópi. Af þessum fjóru hópuppsögnum voru fjórar í ferðaþjónustu og eitt í byggingariðnaði.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×