Lífið

Nikolaj Coster-Waldau mætti á kaffihús með MR-ingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nikolaj Coster-Waldau er þekktasti danski leikari heims um þessar mundir.
Nikolaj Coster-Waldau er þekktasti danski leikari heims um þessar mundir. Vísir/getty/Tullio Puglia

Stjórn Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, segist hafa fengið sjálfan Nikolaj Coster-Waldau í viðtal til sín á Kaffibrennslunni í gær. Herranótt birti mynd á Instagram í gær þar sem stóð: „Jamie Lannister kom í viðtal til Herranætur.“

Ekki fylgir sögunni hve ítarlegt umrætt viðtal var eða hvort stjórnin hafi einfaldlega rekist á leikarann fyrir tilviljun á kaffihúsinu.

Danski leikarinn er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones sem Jamie Lannister. Vísir hefur heimildir fyrir því að leikarinn sem staddur hér á landi til að vinna við Netflix-kvikmynd sem íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur kemur að.

Fyrstu heimildir um leikfélagið Herranótt eru frá 1787. Leikfélagið er talið það elsta á Norðurlöndunum.

Herranæturfólkið slær á létta strengi og hvetur fólk til að mæta á Kaffibrennsluna á morgun vilji það hitta Drogon, einn drekanna úr Game of Thrones.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.