Handbolti

Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“

Sindri Sverrisson skrifar
Sunna Jónsdóttir naut sín í botn gegn Val.
Sunna Jónsdóttir naut sín í botn gegn Val. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni.

„Maður var farinn að kannast við hana aftur þegar leið á síðasta tímabil. Hún er heldur betur búin að gefa í og gjörsamlega kláraði þennan leik fyrir ÍBV. Ef hún hefði ekki verið í svona miklu stuði þá hefðu þær ekki unnið þennan leik, það er alveg á hreinu,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir.

Sunna skoraði meðal annars tíu mörk í leiknum, úr 18 skotum, en var einnig afar sterk í vörninni:

„Hún var rosaleg í þessum leik og það kom kafli í seinni hálfleik þar sem hún var gjörsamlega óstöðvandi – skoraði fjögur eða fimm mörk í röð. Hún er í lykilstöðu á báðum endum vallarins, frábær karakter og algjör toppklassa leikmaður,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, og Þorgerður tók undir:

„Hún er frábær í vörn og sókn, en líka yfirveguð og það er enginn asi í henni þó hún komi á fullri ferð þegar hún fer í gegn. Hún tekur skot fyrir utan, fintar sig í gegn, og gerir í raun allt. Birna og Hrafnhildur skora ekki síðustu 20 mínúturnar í leiknum, á meðan að Sunna tekur 4-5 í röð. Það kom ekkert frá neinum nema henni.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.