Handbolti

Fram keyrði yfir Hauka í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir var næst markahæst hjá Fram í dag.
Ragnheiður Júlíusdóttir var næst markahæst hjá Fram í dag. VÍSIR/HAG

Fram er komið með fjögur stig í Olís-deild kvenna eftir að liðið vann níu marka sigur á Haukum í dag, 32-23.

Haukarnir voru með frumkvæðið framan af fyrri hálfleik en Fram náði þó að komast yfir fyrir hlé. 13-12 í hálfleikur.

Í síðari hálfleik settu heimastúlkur hins vegar í fluggírinn og unnu að endingu nokkuð þægilegan sigur, 32-23, eftir að hafa unnið síðari hálfleikinn 19-11.

Karólína Bæhrenz skoraði níu mörk fyrir Framan og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex. Ástróa Anna Bender Mikaelsdóttir var með tæplega 50% markvörslu í markinu.

Hjá Haukunum var Karen Helga Díönudóttir markahæst með fimm mörk. Sara Odden og Berta Rut Harðardóttir gerðu fjögur mörk hvor.

Fram er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki en Haukarnir eru með tvö stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.