Handbolti

Halldór: Það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum

Dagur Lárusson skrifar
Halldór Harri ræðir við sínar stelpur.
Halldór Harri ræðir við sínar stelpur. vísir/bára

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var ánægður með sínar stelpur eftir sigurinn á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.

Halldór Harri var ánægður með sigurviljann í sínum stelpum en fyrir leikinn í kvöld hafði Stjarnan unnið tvo fyrstu leikina.

„Þetta var bara karakter sigur. Þetta var svona fram og til baka leikur og varnarlega vorum við góðar og það svona skóp sigurinn og þrautseigja sóknarlega. Þó svo að sóknarleikurinn hafi ekki alltaf verið frábær þá var allaveganna vilji til þess að klára þetta,” sagði Halldór.

Varnarleikur HK var öflugur í kvöld en Halldór telur að hann hafi lagt grunninn að sigrinum.

„Já en auðvitað datt hann aðeins niður í seinni hálfleik. Við fáum á okkur níu mörk í fyrri og við svona byrjum þetta þar. Það var síðan nokkrir hlutir sem við lenntum í vandræðum með í seinni hálfeik sem er ósköp eðlilegt því þær hafa farið yfir málin sín í hálfleiknum. En við misstum aldrei móðinn, það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum.”

Lokamínúturnar voru æsipennandi og hefði sigurinn getað dottið báðum megin en Halldór segir þó að hann hafi alltaf haft trú á stelpunum að klára þetta.

„Auðvitað er maður alltaf stressaður þrátt fyrir það að maður sé með reynda leikmenn í liðinu, það fer alltaf um mann en ég hafði trú á stelpunum allan tímann.”Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.