Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Drífa Snædal skrifar 25. september 2020 14:30 Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun