Handbolti

Íslendingaliðin í góðum málum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli og Teitur Örn voru báðir í eldlínunni í dag.
Viktor Gísli og Teitur Örn voru báðir í eldlínunni í dag. EPA/Getty

Flest íslensku liðin í Evrópukeppninni í handbolta eru í góðum málum eftir fyrri leik í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Kristianstad, með Ólaf Guðmundsson og Teit Örn Einarsson innan borðs, vann 25-24 útisigur á Azoty-Pulawy frá Póllandi.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í markinu hjá GOG sem eru níu mörkum yfir eftir fyrri leikinn gegn Pfadi Winterthur 33-24.

Ýmir Örn Gíslason lék með Rhein Neckar Löwen sem vann 28-22 sigur á danska liðinu Holstebro á útivelli.

Elvar Örn Jónsson og Skjern unnu frækinn sigur á Montpellier, 31-30, en síðari leikirnir fara fram að viku liðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.