Handbolti

„Ekki dæmt á þetta í karlaboltanum en þetta er sama íþrótt“

Sindri Sverrisson skrifar
Farið var yfir 2. umferð Olís-deildar kvenna í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.
Farið var yfir 2. umferð Olís-deildar kvenna í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar bentu dómurum landsins á að konur væru ekki síður harðar af sér en karlar og að óþarfi væri að hafa strangari línu í dómgæslunni í Olís-deild kvenna en karla.

Svava Kristín Gretarsdóttir fór yfir málið með þeim Írisi Ástu Pétursdóttur og Sigurlaugu Rúnarsdóttur.

Þær skoðuðu sérstaklega atvik í leik KA/Þórs og Stjörnunnar, sem Stjarnan vann 23-21, þegar Martha Hermannsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun. Atvikið má sjá í innslaginu hér að neðan.

„Mér fannst þetta bara góður varnarleikur hjá Mörthu. Ef hún hefði bara sett hendurnar niður með síðum þá hefði hún pottþétt fengið ruðning. En þetta eru ekki tvær mínútur,“ sagði Íris.

„Ég hélt að hún hefði fyrst farið í andlitið á henni en svo var ekki. Mér finnst þetta galinn dómur, þessar tvær mínútur. Mér finnst þetta stundum svolítið einkennandi í kvennaboltanum. Við fáum fleiri fríköst, og vægari brottvísanir. Mér finnst allt í lagi að pæla í þessu því það gilda sömu reglur þó að það sé mismunandi harka í leikjunum,“ sagði Sigurlaug, og Íris bætti við:

„Það er ekki dæmt á þetta í karlaboltanum en þetta er sama íþrótt. Þetta er bara létt ábending fyrir dómarana.“

Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um brottvísanir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.